top of page

ALEXANDER HEIÐARSSON / UM MIG

Útskriftarnemandi í grafískri miðlun

Verið velkomin á sýninguna mína. Það gleður mig að þú sért hingað komin til að skoða verkefnin mín sem ég hef verið að vinna í námi mínu í grafískri miðlun. Þetta eru bæði hópverkefni og einstaklingsverkefni, endilega skoðaðu og ekki hika við að hafa samband við mig ef þú vilt ræða samstarf.


Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á hönnun og listum, mig hefur alltaf langað til þess að skapa eitthvað magnað og fallegt sjálfur. Ég er á þeim stað í dag að ég vinn stöðugt í því að bæta tæknikunnáttu mína og leita eftir nýjum tækifærum. Vinsamlegast njótið sýningarinnar og hafið samband ef einhverjar spurningar vakna.

me_norm.jpg
bottom of page