Verkefni / TORF
Verkefni 1 í fyrri önn
TORF er ímyndað fyrirtæki sem við áttum að búa til og hanna auglýsingar og vefsíðu fyrir. Þetta var fyrsta hópverkefnið í fyrri önn.
Við drógum miða um hvernig fyrirtæki við ættum að búa til og minn hópur dró hótel. Við hentum hugmyndum á hvert annað og völdum klassískan íslenskan torfbæ sem þemuna.
Eftir það hönnuðum við lógó fyrir hótelið, þar sem hver nemanda hannaði lógó og mitt var valið af hópnum til að nota áfram. Ég gerði síðan brandbók fyrir lógóið til að sýna hvernig mætti og mætti ekki nota lógóið.
Við hönnuðum öll auglýsingar, dreifiblöð og allskonar efni fyrir hótelið. Hópurinn ákvað svo hvað ætti að nota og í lokin kynntum við verkefnið fyrir kennurum og bekknum.
Mér fannst svakalega gaman að vinna með öðru fólki, sjá hvað ótrúlega flottar hugmyndir þau höfðu fyrir verkefnið. Allt í allt var þetta rosa gaman.