top of page
Verkefni / Æskan og skógurinn
Verkefni 1 í seinni önn
Æskan og skógurinn er bók sem við áttum að hanna og brjóta um. Þetta var fyrsta verkefnið í seinni önn.
Verkefninu fylgdi texti og myndamappa sem við gátum valið myndir úr. Uppsetningu og hönnun máttum við ráða sjálf.
Mig langaði að mín bók yrði frábrugðin öðrum bókum og hafði hana jafna á hæð og breidd. Til þess að textalínur yrðu ekki of langar notaði ég tvo dálka.
Á kápuna hafði ég mynd af skógi og andlit af ungri konu. Ég notaði filter á myndirnar sem gerði þær eins og um teikningu væri að ræða.
Við kaflaskipti hafði ég kaflaheiti og grafík á vinstri síðu en texti kaflans byrjar á hægri síðu.
bottom of page